Tuesday, June 19, 2007

Kominn tími á blogg

Jæja búið að vera langt blogghlé þar sem myndavélin var að stríða mér og vildi ekki setja inn myndir. Svo núna koma þær hér í löngum röðum. Fyrst skal nefna að við fórum um þarsíðustu helgi í bústaðinn hans Didda þegar þau Sigyn og synir voru í Danaveldi. Áttum langa og notalega helgi borðuðum yfir okkur og spiluðum og skemmtum okkur vel.Allir í stuði og hér koma myndir.

Flotta húsið þeirra Didda og Sigynar



Sigtryggur þvær pottinn



Ingigerður og ég farnar að elda fyrsta kvöldið



Lubbi að leika við Kareni vinkonu Ástu



Gott að slappa af í bústað





Stuð á trampólíninu





Og svo kom dásamlegur fiskur sem Sigtryggur grillaði fyrir okkur



Og Guðný, Jasmín vinkona hennar og Úlfur skemmtu sér vel í pottinum







Svo kíktu Siggi og Kristín við næsta dag með tvíburana sína. Þau voru hress og kát og tvíbbarnir spenntir fyrir Lubba sem samt ekki alveg til að kássast of mikið í honum enda bundum við hann úti. Þau komu samt og klöppuðu honum og fannst hann "mjúkur" en líklega best að geyma hann úti. Hetjur he he..







Hér eru svo Ingigerður og Sigtryggur með Lubba áður en við fórum í langan göngutúr



Og krakkarnir fóru á bát



Og hér eru pæjurnar Jasmín og Guðný sem voru úti að leika alla helgina



Svo skruppu Ingigerður og Sigtryggur inn á Selfoss og börnin mín voru úti að leika þá var ég alveg búin á því eftir allt fríska loftið sem ég var búin að anda að mér..

ZZZZZZZZZZZZZ


Úlfur var líka ánægður með að fá stund í kjallaranum í tölvunni sinni



Guðný og Jasmín kunnu svo sannarlega að meta pottinn









Svo kom kvöldmáltíð númer 2 og þá elduðum við rosa góðan úrbeinaðan svínahnakka með grilluðu grænmeti, fylltum sveppur og ýmsu góðgæti. Nammi hér erum við að undirbúa matinn.






Svo var auðvitað aðalstemningin um kvöldið við að grilla sykurpúða búið að bíða allan daginn eftir að fá að gera það.











Þetta var s.s. alveg frábær helgi!

Nú það er meira skemmtilegt búið að gerast síðan ég skrifaði síðast. Hún Ellen gamla vinkona mín sem býr í Gautaborg kom til Íslands að halda uppá 20 ára gagnfræðiafmæli Lauganema. Heiðrún bauð okkur að koma heim til sín í sveitina og þar mættum við nokkrar hressar skvísur úr Mývatnssveit ásamt henni Hrefnu vinkonu Ellenar og Heiðrúnar. Hér koma svo myndir frá þessu samkvæmi. Ath þeir sem vilja vita meira um Þórunni og Ellen sjá link hjá mér á þeirra síðu.

Hér sitja þær saman Helga Þorsteins og Ellen og skoða gamla myndir og hlægja



Una og Dagný



Þórunn og Börkur Heikir sem er voðalega sætur lítill strákur með voðalega stórt og mikið nafn



Heiðrún ekki einu sinni láta þig dreyma híhí en þú tekur þig samt vel út með litla



Ellen og Þórunn gamlar og góðar vinkonur úr sveitinni



Ellen held að það sé komin tími á Gautaborg hlakka bara til að sjá þig sem fyrst og ykkur hinar líka.

Nú þar sem sumarið er "komið" þá fór ég með börnunum mínum í göngutúr niður að sjó. Veðrið var rosalega gott og við fengum roða í kinnarnar þar sem vindurinn var kaldur þó veðrið væri gott. Ásta kom með okkur það bara vildi svo undarlega til að engar myndir voru teknar af henni. En þess má geta að hún Ásta tók þessar myndir hún er rosalega flottur myndasmiður bráðklár og frábær stelpa enda dóttir mín :-)















Jæja læta þetta duga í bili á eftir að setja inn myndir úr 15 ára MA hittingnum og úr stúdentsveislu Valdemars Arnar. Set það inn á morgun svo fylgist spennt með.

Brynja elsku vinkona mín átti afmæli í gær og ég er ekki enn búin að ná að hringja í hana þar sem gestagangur og annað hefur komið í veg fyrir það. Brynja mín til lukku með afmælið sakna þín mest og var hjá þér í huganum allan daginn koss og kreist.

13 comments:

Anonymous said...

Vá flottar myndir. Bústaður Didda er algjört æði, og gott að vera þar ;) Ég bíð spennt eftir frekari myndum.

Thordisa said...

og núna er ég búin að setja bleikt look á síðuna í tilefni kvennadagsins og ég held ég haldi því áfram um stund. Set svo fleiri myndir á morgun .

Anonymous said...

Flott blogg mamma sæta <3 Ertu ekki bara ánægð með að ég sagði þér að skipta um útlit og fann svo útlit fyrir þig haha ?.. en takk fyrir að segja að ég væri góður myndasmiður ;*

Anonymous said...

Flottar myndir og bleiki liturinn glæsilegur :)

imyndum said...

Vá hvað þú ert dugleg að taka myndir :) gaman að skoða og deila þannig með ykkur lífinu
kossar, RR

brynjalilla said...

Rosalega flott síða. meira Þórdísarlegt og svo gaman að skoða allar myndirnar. Greinilega stuð og góðir trampolíntaktar. Ásta tekur mjög góðar myndir, hún hefur hæfileika í þessu stelpan og takk fyrir fallegu kveðjuna þína Þórdís mín.

Anonymous said...

Takk elskurnar mínar.

Kristín E. said...

Flottar myndir :o) hlakka til að sjá myndir að norðan.

Anonymous said...

Alltaf gaman ad hittast og eins og ég hef sagt ádur thú ert alltaf velkomin :)

brynjalilla said...

elsku kerlingin, núna myndir þú þurfa að vera hérna, við Lóla búnar að hlæja versla og borða eins og okkur einum er lagið...dæs, stundum er lífið yndislegra en annars.

Anonymous said...

Kveðja frá Bretlandi..
hvar í ósköpunum á Íslandi eru svona mikil tré ?? eða er þessi bústaður ekki á íslandi ????
Edda

Anonymous said...

ójú þetta er uppi í Grímsnesinu rosalega flott!

Fnatur said...

Geggjaðar myndir Þórdís. Greinilega mikil stemming í sykurpúðagrillingunni. Stefnir í svoleiðis sykurjukk annað kvöld hjá mér.
Annars sá ég í nokkra lúpínur (minnir allavegna að þær heiti það) á síðustu myndinni og það kveikti í smá heimþrá hjá minni. Ótrúlegstu hlutir sem kveikja upp í sterku Íslandsrótunum.